Forvarnaráætlun fyrir leik/grunn og framhaldsskóla á Norðurlandi vestra

Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnvetninga fékk styrk upp á fjórar milljónir frá Sprotasjóði Rannís í maí 2023 til að vinna að forvarnaráætlun fyrir börn á leik/grunn og framhaldsskólaaldri. Markmið verkefnisins var að búa til sameiginlega forvarnaáætlun fyrir Norðurland vestra til fjögurra ára sem stuðla myndi að farsæld og forvörnum allra barna á svæðinu. Forvarnir eru til alls fyrst og er áætlunin öllum aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra.

Að verkefninu komu fræðslustjórar og forvarnafulltrúar á öllu Norðurlandi vestra. Allir stjórnendur skólanna, starfsmenn, kennarar, foreldrar, SSNV, lögreglan og heilsugæslan. Nemendur fengu svo tækifæri til að taka þátt í gegnum forvarnateymi svæðanna, nemendaráð skólanna, kannanir, þátttökuleiki og Instagram-síðu verkefnisins. Einnig var kallað eftir skoðunum foreldra. Það er von þeirra að allir geti nýtt sér áætlunina, aðlagað hana að sínum stofnunum og nýtt það sem í henni er. Verkefnisstjórinn var Berglind Hlín Baldursdóttir.

Hér er hægt að nálgast forvarnaráætlunina á pdf

Hér er hægt ða nálgast forvarnaráætlunina á Word

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir