Bana­slys við Fossá - norðan við Skagaströnd

Alvarlegt umferðaslys varð á Skagavegi, norðan við Skagaströnd við Fossá á þriðja tímanum í gær þriðjudaginn 24. sept. Bifreið lenti utan vegar og ofan í ánni. Ökumaður bifreiðarinnar lést en farþegi hennar var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til frekari aðhlynningar.
 
Rannsóknarnefnd samgönguslysa kom á vettvang en rannsókn slyssins er í höndum rannsóknardeildar lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.
Embættið vildi koma á framfæri þökkum til vegfarenda sem veittu aðstoð á slysstað og þakka embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og björgunarsveitinni Strönd fyrir veitta aðstoð. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Samkæmt frétt á visir.is segir að ökumaðurinn var ferðamaður sem lést í bílslysi við Fossá á Skaga í gær og var hann lögregluþjónn frá Hong Kong. Eiginkona hans, sem slasaðist í slysinu, er einnig lögregluþjónn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir