Ársalir á leið í verkfall að öllu óbreyttu

Leikskólinn Ársalir. MYND PF
Leikskólinn Ársalir. MYND PF

Samninganefndir héldu til fundar í morgun en segja samkomulag ekki í sjónmáli og Kennarasambandið býr sig undir að verkföll hefjist í níu skólum í fyrramálið. Meðal þessara níu skóla er Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki og er um að ræða ótímabundið verkfall.

Feykir hafði samband við Bryndísi Lilju Hallsdóttur sviðstjóra hjá Fjölskyldusviði Skagafjarðar og spurði hvaða áhrif verkfallið hefði á samfélagið.

„Á meðan deiluaðilar sitja á fundi er ástæða til að halda í bjartsýni. Þrátt fyrir það þurfum við að undirbúa leikskólastarfið með það í huga að af verkfalli verði og er sá undirbúningur í gangi. Það er ljóst að áhrif verkfalls verða umtalsverð og munu hafa áhrif á mörg heimili, fyrirtæki og stofnanir í samfélaginu.“

Það er einlæg von okkar að samningar náist sem allra fyrst enda eru leikskólakennarar máttarstólpar starfsemi leikskóla,“ segir Bryndís.

Einhver opnun verður í leikskólanum en um verður að ræða lágmarksstarfsemi. Verið er núna að vinna að skipulagningu næstu daga svo hægt verði að upplýsa foreldra um stöðuna, en ljóst er að þjónustan verður mjög skert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir