Anna Karen og Una Karen keppa á Íslandsmótinu í höggleik

Anna Karen og Una Karen að æfa sig á Hólmsvelli í vikunni fyrir mótið. MYND HJÖRTUR GEIRMUNDSSON
Anna Karen og Una Karen að æfa sig á Hólmsvelli í vikunni fyrir mótið. MYND HJÖRTUR GEIRMUNDSSON

Á morgun, fimmtudaginn 18. júlí, byrjar Íslandsmótið í höggleik en það verður haldið á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja í ár. Þrettán ár eru síðan GS hélt mótið síðast en golfklúbburinn heldur upp á 60 ára afmælið sitt í ár og var það stofnað þann 6. mars árið 1964. Þær stöllur, Anna Karen og Una Karen, ætla ekki að láta sig vanta á þetta mót og keppa fyrir hönd GSS. Hægt er að fylgjst með gangi mála á golfbox en við hjá Feyki ætlum að sjálfsögðu að tilkynna stöðu mála þegar keppnin hefst. 

Gangi ykkur vel stelpur og Áfram GSS

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir