Rabb-a-babb 97: Siggi Jói

Nafn: Sigurður J. Hallbjörnsson (Siggi Jói).
Árgangur: Eðalárgangurinn 1969.
Fjölskylduhagir: Er í Sambúð með Guðrúnu Andrésdóttur. Á 2 börn með fyrrverandi eiginkonu minni, stjúpdóttur og ská afastrák.
Búseta: Suður með sjó. Innri-Njarðvík.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Sonur Margrétar Sigurðardóttur (Möggu í Apótekinu) og Hallbjörns Sævars.
Starf / nám: Er að hefja störf hjá Duty-free Iceland í FLESpila.
Hvað er í deiglunni:  Spila golf og vonandi truflar vinnan ekki golfið of mikið í sumar.

Hvernig nemandi varstu? 
Lét lítið fyrir mér fara svona oftast.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
 Hálkan fyrir utan kirkjuna og ég þurfti að hanga í hempunni hjá séra Hjálmari til að fljúga ekki á hausinn.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég er ennþá að bíða eftir því að verða stór.

Hvað hræðistu mest? 
Að sumarið komi ekki eins og í fyrra.

Besti ilmurinn? Af nýslegnu grasi.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið (hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. 17 ára)? Ætli að ég hafi ekki verið að hlusta á lagið sem var spilað í útvarpinu.

Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? 
Ekkert

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Criminal Minds.

Besta bíómyndin (af hverju)? Das Untergang, sýnir vel vitfyrringuna sem var í gangi síðustu daga seinni heimstyrjaldarinnar.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Ole Einar Björndalen.(Norskur skíðaskotfimimaður en hefur unnið 13 ólympíuverðlaun á ferlinum) og Rory McIlroy

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Brjóstsykur

Hvert 
er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  Allt sem að ég geri í eldhúsinu er snilld.

Hættulegasta helgarnammið? Það hrökk einu sinni ofaní mig ópal. Stórhættulegt nammi.

Hvernig er eggið best? Úr súkkulaði frá Nóa

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Verkkvíði

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Tilætlunarsemi

Hver er elsta minningin sem þú átt? Úr litlu íbúðinni á Ægisstígnum sem mamma átti.

Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Andrés Önd

Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera (og af hverju)? Það er kvöð að vera frægur svo ég er sáttur við að vera ég sjálfur.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur (og af hverju)?  Golf á Íslandi. Mikill fróðleikur um sögu golfiðkunar á Íslandi.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? 
Góðann daginn

Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Hver og einn er mikilvægur á sinn hátt

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu (og af hverju)? Ætli að ég færi ekki bara 10 daga aftur og héldi áfram að spila golf á stuttbuxum á Flórida með minni ástkæru.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni?  Hann verður ákveðinn með skrásetjara þegar að því kemur.

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
 Til Hawai með konunni að spila golf.

Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Golfsettið, spjaldtölvuna og veiðistöng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir