Rabb-a-babb 168: Rúnar Björn

Rúnar Björn í einni vinnunni. AÐSEND MYND
Rúnar Björn í einni vinnunni. AÐSEND MYND

Nafn: Rúnar Björn Herrera Þorkelsson. 
Árgangur: 1982. 
Fjölskylduhagir: Í sambúð. 
Búseta: Fossvogsdalur í Reykjavík. 
Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Ég er uppalinn á Akureyri mín fyrstu 14 ár fyrir utan eitt ár á Króknum þegar ég var 5 ára og svo flutti ég til Sauðárkróks 14 ára til 21. 
Starf / nám: Mín aðalstörf eru í formennsku minni hja NPA miðstöðinni og sem formaður málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf. Einnig er ég formaður Pirata í Reykjavík og Tölvumiðstöðvar fatlaðra. Samhliða því er eg svo í stjórn ÖBÍ, SEM, H-SEM, Örtækni og í framkvæmdaráði ÖBÍ. Ég er með stúdentspróf og hef lokoð bóklegu námi í garðyrkjufræði og fór í grunnnám í rafmagnsfræði á uglingsaldri. 

Hvernig nemandi varstu? Mig langar að segja slæmur en ég vil frekar vísa því til skólakerfisins. Ég var uppfinningasamur, lífsglaður og hafði litla getu til að sitja kyrr og stunda páfagaukanám. 

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Ætli það sé ekki seðlabunkinn. 

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Vísindamaður er það sem ég man eftir að fólk sagði að ég yrði, en ég er ekki viss um að ég hafi haft einhver sérstök plön. 

Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ætli að það hafi ekki verið skjalataska sem var full af rafmagnsdóti. 

Besti ilmurinn? Stafasúpa.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Það hefur pottþétt verið útvarpsstöðin Mono sem hefur verið í gangi í bílnum. 

Hvernig slakarðu á? Horfi á þætti, bíómyndir, dúlla mér í tölvu, fikta í alskonar dóti eða ligg í sólbaði. 

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ég horfi ekki á sjónvarp í línulegri dagskrá nema að ég sé í heimsókn hjá einhverjum, þannig að ég missi alltaf af öllu í sjónvarpinu.

Besta bíómyndin? Fear and Loathing in Las Vegas, vegna þess að hún er algerlega sturluð. 

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Ég er með ofnæmi fyrir íþróttum. 

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?
 Skil tæki og tækni mjög vel.

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Lambahryggur með stökkri puru.

Hættulegasta helgarnammið? Ég myndi ekki segja að lakkrís sé helgarnammi heldur hluti af lífsstíl mínum, annars borða ég mjög lítið af nammi. 

Hvernig er eggið best? Í pönnuköku.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvað ég er ótrúlega gleyminn á suma hluti. 

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Smjatt, öndunarhljóð og hrotur geta gert mig geðveikan.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Ekkert um okkur án okkar. 

Hver er elsta minningin sem þú átt? Af mér standandi upp á stofuborði á meðan að afi minn var að skreyta jólatré.

Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Ég er greinilega ekki nógu frægur en ég held ég myndi ekki vilja vera einhver annar. 

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Ég hef gaman af bókum eftir Sven Hasel og held líka mikið uppá Ender’s game.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Ég lít á mig sem frekar jákvæðan einstakling og held mikið uppá frasann “skítur skeður” sem ég nota á nokkurn veginn á þann hátt “höldum áfram“ 

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég hugsa að ég myndi ferðast svona hundrað milljónir ár aftur í tímann til að sjá heiminn í þeirri mynd sem að hann var þá með þeim dýrum sem uppi voru á því tímabili. Annars hefði ég líka gaman að ferðast um alheiminn og skoða hann svona fyrst að við erum að tala um erfiðar ferðir í tíma og rúmi 

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ævintýri Rúnars. 

Framlenging: 

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu…til Tælands, þar er gott að slaka á í sólinni .

Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Fallhlífastökk er eitthvað sem mig hefur langað að gera í fjöldamörg ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir