Rabb-a-babb 163: Jón Egill
Nafn: Jón Egill Bragason.
Árgangur: 1968.
Fjölskylduhagir: Einstæður m/2 börn.
Búseta: Það er gott að búa í Kópavogi.
Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Freyjugatan og Birkihlíðin í 550. Frumbyggir í efra hverfinu þegar allir þekktu alla þar. Bragi Haraldsson og Eygló Jónsdóttir eru foreldrarnir.
Starf / nám: Viðskiptafræðingur frá HR og starfa hjá Arion banka hf.
Hvað er í deiglunni: Að ferðast ennþá meira erlendis og þá helst til landa sem bjóða upp á sól.
Hvernig nemandi varstu? Bara nokkuð góður og fallegur en það er bara mín skoðun.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Veislan. Þegar heimilinu var breytt hreinlega í veitingastað og fullt af fólki að samgleðjast með fjölskyldunni.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Tja, það voru aldrei nein plön en menntun var alltaf á dagskránni.
Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Reiðhjólið….enda fór það svo að ég kenndi Spinning í mörg ár.
Besti ilmurinn? Þegar mér tekst að elda eitthvað gott.
Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Úff, ekki hugmynd. Þótti mjög skrítinn, var að verða 18 ára þegar ég tók bílprófið.
Hvernig slakarðu á? Sund, sauna og eimbað. Núllstillir mann algjörlega.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Hættur að horfa á línulegt sjónvarp. Horfi þegar mér hentar og þá kemur Netflix sterkt inn.
Besta bíómyndin?The Red Violin. Mögnuð saga
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Þeim sem kunna að taka tapi
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég virðist vera sá eini sem kann á uppþvottavélina.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Spaghetti Bolognese a la JEB. “The secret lays in the sause”
Hættulegasta helgarnammið? Pizzan.
Hvernig er eggið best? Í Omilettunni a la JEB.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Á stundum erfitt með að skipuleggja mig. Mjög pirrandi fyrir þá sem eru í Steingeitarmerkinu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Baktal og óheiðarleiki
Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? „Þögn er betri en þarflaus ræða.“
Hver er elsta minningin sem þú átt? Hún er góð.
Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Ekki viss um að það sé eftirsóknarvert að vera einhver frægur. Hins vegar á ég fyrirmyndir sem eru kannski ekki frægar en miklar hvunndagshetjur.
Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Alæta á bækur og enginn uppáhalds.
Orð eða frasi sem þú notar of mikið? „Eruð þið með ‘etta?“
Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Barak Obama, Vigdísi Finnbogadóttur og John Fitzgerald Kennedy. Þetta fólk myndi leysa öll heimsins vandmál og það í matarboði hjá mér, Vá.
Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ekki viss um að ég myndi þiggja svona boð. Fortíðin er liðin og við breytum henni ekki auk þess sem við erum smátt og smátt að þróast og lifa í betri heimi. Til hvers þá að fara til baka? Myndi hins vegar þiggja boð um að sjá inn í framtíðina t.d. árið 3000. Það væri svo forvitnilegt. Kannski finnst fólki þá farsíminn jafn takmarkaður samskiptamáti eins og okkur finnst bréfdúfur vera.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Eftir mínu höfði.
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu…… í eyjahopp í Karabískahafinu.
Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Ferðast til framandi lands A, læra tungumál viðkomandi lands og fara síðan aftur í lið 1 þegar búið er að mastera lið 2 og byrja á landi B. Setja þetta síðan í endalausa lúppu með hlaupandi bókstöfum í lið 1 og vona að ævin endist til.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.