Rabb-a-babb 159: Halldór Gunnar
Nafn: Halldór Gunnar Ólafsson.
Árgangur: 1972.
Fjölskylduhagir: Giftur Sigríði Stefánsdóttur hjúkrunarfræðingi.
Búseta: Skagaströnd.
Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Sonur Óla Benna og Gunnu Páls en þau ólu mig upp á Skagaströnd.
Starf / nám: Framkvæmdastjóri BioPol ehf / Sjávarútvegsfræðingur.
Hvað er í deiglunni: Yfirleitt nokkuð margt.
Hvernig nemandi varstu? Ég var miðlungs eða slakur nemandi lengst af en bætti mig jafnt og þétt í gegnum ferlið frá 17 ára aldri. Dúxaði í Sjávarútvegsdeild H.A.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Rjúpurnar sem voru hafðar í matinn í veislunni
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég man eftir að hafa ætlað að verða bakari af því að mér fannst það vanta á Skagaströnd. Það tækifæri er enn opið.
Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Bátar voru alltaf í uppáhaldi..átti á tímabili tréskútu með seglum sem mér fannst flott
Besti ilmurinn? Rjúpnailmurinn á jólunum
Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Úff... við vorum svolítið öðruvísi og hlustuðum mikið á Rolling Stones á rúntinum, Wild horses, Angie ofl.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Horfi ekki mikið á sjónvarp en ef ég ætti að nefna eitthvað væri það Landinn
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Fátt nema kannski er elda á góðan mat.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Rjúpnabringur og önnur villibráð
Hættulegasta helgarnammið? Helgarnammi er ekki í boði… en ég er erfiður í kringum snakkpokann
Hvernig er eggið best?Ætli að sé ekki best spælt.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Óþolinmæði og stress.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Hroki og mont sem fólk á ekki inni fyrir.
Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Það þarf sterk bein til að þola góða daga.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Mér fannst bæði Ástríkur og Steinríkur flottir á sinn hátt.
Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu þá gæti ég sagt af mér og frelsað þjóðina undan þeim hörmungum sem þar eiga sér stað. Slíkt gæti líka komið í veg fyrir að þriðja heimstyrjöldin brjótist út.
Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Sjálfstætt fólk. Hún hafði sterk áhrif á mig þegar ég las hana fyrst.
Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Hef ekki skoðun á því.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Sagan sem aldrei var sögð
Framlenging:
Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Veiðarfæri, sólarrafhlöðuhlaðinn síma og blásýruhylki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.