Rabb-a-babb 158: Kristín Þöll

Kristín Þöll.  AÐSEND MYND
Kristín Þöll. AÐSEND MYND

Nafn: Kristín Þöll Þórsdóttir.
Árgangur: 1972.
Fjölskylduhagir: Gift honum Bigga mínum í 22 ár.
Búseta: Stallatún, Akureyri.
Hverra manna ertu og hvar upp alin: Dóttir Lillu (Guðbjörg Bjarman) og Þórs Þorvaldssonar. Alin upp á Sauðárkróki.
Starf / nám: Klæðskeri.Vinn sem verslunarstjóri í Vogue Akureyri og tek að mér sérsaum.
Hvað er í deiglunni: Reykjavík, Finnland, Portúgal og Ítalia. Fullt af ferðalögum!

Hvernig nemandi varstu? Hræðileg, svakalega óþekk og alltaf til vandræða – án djóks.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Gulköflóttu buxurnar mínar sem ég fermdist í. 

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fatahönnuður fyrir feitt fólk, þoldi ekki þegar mamma var að kaupa buxur sem voru nokkrum númerum of langar svo þær pössuðu utan um mig hehehe.

Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki?Barbie dúkkurnar mínar og Monsan mín.

Besti ilmurinn?Af nýfæddum börnum. 

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Boy George pottþétt. Hann var bestur.

Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Bat Out Of Hell með Meat Loaf.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Greys.

Besta bíómyndin? Love Actually, þetta er bara svo geggjuð mynd og falleg. Horfi reglulega á hana.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Það er spurning – öllum held ég, bara dáist að fólki sem nennir að hreyfa sig 

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Elda góðan mat.

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Steikarloka með bernaise best.

Hættulegasta helgarnammið? Malaco hlaup – ég Tryllist!

Hvernig er eggið best? Steikt báðum megin. 

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Óskipulögð eða þá alltof skipulögð, það er enginn millivegur.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Allt er hey í harðindum, nema heybabilula she´s my baby.


Hver er elsta minningin sem þú átt? Jemin, ég bara man það ekki, haha.

Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Tweety.

Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Ég væri til í að vera Jack Sparrow, hann er bara æði. 

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Rauða bókin úr heimilisfræði, man ekki hvað hún heitir, eina bókin sem ég hef lesið.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Ertu ekki að grínast í mér, þetta er of mikið.

Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Amma mín, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, dáðist af henni. Frábær kona.

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Til Sauðárkróks á Öldustíg 1 og labba með skíðin upp í Grænuklauf. Það var bara alltaf svo gaman að skíða með krökkunum, maður gleymdi stað og stund.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Hver var hún?

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Balí

Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Hníf, eldspítur og pipar.

Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina:  Fara í fallhífastökk, koma til Balí og fá mér tattú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir