Rabb-a-babb 139: Bjarki Már
Nafn: Bjarki Már Árnason.
Árgangur: 78.
Fjölskylduhagir: Er í sambandi með Sjöfn Finnsdóttir og á tvo drengi, þá Björn Jökul og Árna Ísar.
Búseta: Austurgötu á Hofsósi.
Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Pabbi minn heitir Árni Sigurðsson og er frá Keflavík en mamma mín heitir Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir og er hún úr borg óttans, Reykjavík. Ég ólst upp í einum sólríkasta bæ landsins, Keflavík.
Starf / nám: Ég er aðstoðarskólastjóri í Grunnskólanum austan Vatna
Hvað er í deiglunni: Það er nú að njóta þess aðeins lengur að hafa unnið 3. deildina með Tindastóli og svo er ég nú reyndar að fara til Los Angeles í byrjun október og orðinn frekar spenntur fyrir því.
Hvernig nemandi varstu? Ég var nú nemandi sem lítið þurfti að hafa fyrir, var duglegur íþróttastrumpur alla mína skólagöngu.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Að ég var næst minnstur af öllum sem fermdust í árganginum mínum í Keflavík sem taldi yfir 100 krakka, ég var 156,5 cm og var hálfum cm stærri en sá minnsti, það hefur tognað aðeins úr mér síðan þá.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði mér alltaf að vinna í tengslum við íþróttir. Ég hef alltaf elskað íþróttir og skiptir þá nánast engu mál hver greinin er.
Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég var algerlega forfallinn Star Wars aðdáandi sem krakki og man vel eftir að hafa átti fígúruna Boba Fett sem ég var lítið til í að deila með öðrum.
Besti ilmurinn? Ilmurinn úr eldhúsinu á aðfangadag hjá mömmu og pabba.
Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Ég var að hlusta mikið á U2, hef hlustað mikið á þá og geri enn.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Ég er nú bara alls ekki líklegur til að taka lag í kareókí því ég er vonlaus söngvari, en ef ég algerlega þyrfti þá yrði það líklegast Pride in the name of love með U2. Þetta yrði þá svona once in a lifetime performance.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ég kann vel að meta góða glæpaþætti t.d. Sporlaust, Blacklist og slíkt.
Besta bíómyndin? The Matrix er uppáhaldsmyndin mín. Ég kann ótrúlega að meta myndina því þarna er einstaklingur sem hefur litla trú á því sem hann er að gera í upphafi en með aðstoð nær hann að sýna hvers megnugur hann er. Svo eru tæknibrellurnar í myndinni æðislegar.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Ég hef mestar mætur á fótboltamanninum Steven Gerrard sem leikur nú með LA Galaxy. Ég gjörsamlega dýrka þann einstakling, ótrúlega flottur íþróttamaður.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Bestur að reikna stærðfræði og síðan er ég bestur í fótbolta en reyndar er stutt í að guttarnir mínir verði betri en ég.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Bý til skuggalega gott túnfisksalat.
Hættulegasta helgarnammið? Ég kann vel að meta súkkulaði með lakkrís í, til dæmis draumur og kúlusúkk.
Hvernig er eggið best? Spælt öðrum megin.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég á það til að vera frekar þrjóskur.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi, þoli ekki óstundvísi hjá fólki, það getur alltaf komið fyrir að fólk mæti ekki á réttum tíma en þeir sem eru alltaf seinir í allt eru ekki mitt uppáhald.
Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Always look on the bright side of life!
Hver er elsta minningin sem þú átt? Við bræðurnir að kljást heima fyrir, þar sem ég var yngstur og átti ekki séns í eldri bræður mína
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Obi Wan Kenobi því að mér finnst hann flottur karakter og svo hélt yngri strákurinn minn, hann Árni að hann væri hann á tímabili.
Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Ég væri alveg til í að vera Sigurbjörn Bárðarson hestamaður með meiru, það myndi kannski veita mér meiri innsýni í hvað er svona skemmtilegt við hestamennsku. Er að reyna að kveikja á þeim neista hjá mér en ég er þolinmóður þannig við bíðum og sjáum hvað setur.
Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Ég las allar bækurnar eftir Dan Brown, þær náðu að grípa mig þannig að mig langaði ekki að hætta að lesa þær og neyddist alltaf til að taka einn kafla í viðbót.
Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Ertu ekki þokkalegur...
Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég myndi fara til ársins 2014 nánar tiltekið 27.apríl og benda Gerrard á að það væri nú kannski sniðugt hjá honum að spila fótboltaleikinn gegn Chelsea í skrúfutakkaskóm og hafa takkana langa og góða, því þennan dag rann Gerrard á hausinn og klúðraði síðasta sénsinum sínum á titlinum fyrir Liverpool. Ég myndi fórna þessu í hetjuna mína.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Sveitastrákurinn frá sunny Kef... segjum það bara
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ég myndi örugglega bara skreppa til Noregs og hitta fjölskylduna mína, á foreldra og tvö systkini í Noregi. Mig langar reyndar mikið að kíkja til lands í Asíu, aldrei komið þangað. Ég myndi þá líklegast bara millilenda í Noregi.
Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Veiðistöng, hníf og góðan kodda.
Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Ég væri mikið til í að fara í fallhlífastökk, væri líka til í að fljúga orrustuþotu og svo á ég alveg eftir að fara í djúpsjávarköfun – hefði ekkert á móti því að prufa þessa hluti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.