Rabb-a-babb 109: Steinar Sör
Nafn: -Steinar Immanúel Sörensson
Árgangur: -1972.
Fjölskylduhagir: -Góðir , fimm barna faðir.
Búseta: -Kópavogur.
Hverra manna ertu og hvar upp alinn: -Ég er undan Sören Metusalem Aðalsteinssyni og Guðfinnu Jónsdóttur, en er alinn upp af Jónasi Jónassyni og Kristínu Kristindóttur á þeim fagra stað Hofsósi.
Starf / nám: -Óstarfhæfur – öryrki.
Hvað er í deiglunni: -Stöðug vinna við að bæta heilsuna.
Hvernig nemandi varstu? -Hahaha, leit út fyrir að ég væri að hlusta á kennarann en sennilega hef ég verið einhverstaðar allt annarstaðar.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? -Appelsínugula bindið mitt.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? -Flugmaður eða læknir.
Hvað hræðistu mest? -Býflugur.
Besti ilmurinn? -Matarilmur.
Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? -Queen.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? -Þjóðsönginn, skilst að ég sé með brenglað tóneyra.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? -Monday Mornings.
Besta bíómyndin? -Sin City 1.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? -Helga Rafni Guðmundssyni.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? -Sef.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? -Steiktar folaldalundir.
Hættulegasta helgarnammið? -Nóa Sírius súkkulaði með hnetum og rúsínum.
Hvernig er eggið best? -Hrært.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? -Ekkert.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? -Óheiðarleiki.
Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? -Ostur er veislukostur.
Hver er elsta minningin sem þú átt? -Kókosbollur og appelsín.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? -Tweety.
Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? -Kim Kardashian, gaman að fá að sýna rassinn út um allt.
Hver er uppáhalds bókin þín? -The Theory and Practice of Goldsmithing…hef virkilega gaman af að smíða úr silfri og gulli.
Orð eða frasi sem þú notar of mikið? -Hvernig hefurðu það.
Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? -Charlie Chaplin.
Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? -Góð spurning.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? -Upp og niður.
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Hawaii.
Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? -Bát, hníf og eldfæri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.