Rabb-a-babb 105: Gunnhildur
Nafn: Gunnhildur Gísladóttir.
Árgangur: 1986.
Fjölskylduhagir: Trausti Valur Traustason er betri helmingurinn og saman eigum við tvo syni Gísla Frank 4 ára og Hrólf Leví 2 ára.
Búseta: Nýkomin með nýtt heimilisfang í dreifbýlinu sem er mikill kostur Syðri Hofdalir er nýja heimilið.
Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Imbu Lenu Agga Sveins og Gísla í Álftagerðisbræðrum. Fyrstu árin var ég alin upp í stórveldinu Háuhlíð 3 og síðan í Álftagerði.
Starf / nám: Ég er með grunnskólapróf frá Varmahlíðarskóla, strúdentspróf frá Fjölbraut í Breiðholti og grafískt próf og ljósmyndapróf frá Iðnskólanum í Reykjavík. Núna vinn ég við að taka myndir af Skagfirðingum.
Hvað er í deiglunni: Ný eldhúsinnrétting og Glasgow í nóbember. Síðan á “ég” eftir að mála úr nokkrum lítrum áður en það koma jól.
Hvernig nemandi varstu? Ég hef sennilega talað meira en góðu hófi gegnir. En ég var mjög góð í því sem mér fannst skemmtilegt, meðal í því sem var minna skemmtilegt og afburða léleg í stæðfræði.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Fermingaskórnir mínir, rosalega ljótir skór.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði alltaf að verða dýralæknir.
Hvað hræðistu mest? Áður en ég átti börn þá var ekkert sem hræddi mig meira en æla. Það er sem betur fer liðið hjá, en annars er það mikil hæð, þröng rými og svo get ég varla sagt frá því síðasta verandi alin upp í sveit….hænur, ég get ekki hænur.
Besti ilmurinn? Lavender og lyktin af nýfæddu barni, hún er rosaleg.
Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Það hefur pottþétt verið eitthvað íslenskt sem jafnaldrar mínir hafa ekki verið að hlusta á.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Eitthvað sem ég á klárlega eftir að gera, tek þessa eins og hraðaspurningu, skrifa fyrsta lagið sem kom upp í hugann: Total Eclipse of the Heart.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Heimsókn. Það er sennilega forvitnin,
Besta bíómyndin? Engin ákveðin bíómynd sem hefur þennan stimpil en Denzel Washington og Sean Connery eiga það sameigilegt að vera í miklu uppáhaldi.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Þessi er auðveld það er að sjálfsögðu körfuboltahetjan úr Blönduhlíðinni, Axel Kárason.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Finna staði fyrir dót sem enginn veit hvað á að gera við.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Æ ég er bara svona meðalkokkur, reyni að dassa nógu mikið og dvelja ekki lengur en ég þarf þar inni. Trausti sagði Lasagna.
Hættulegasta helgarnammið? Möndlur og rúsínur blandað saman við kókosflögur…okey þetta var grín, súkkulaði er veikleiki.
Hvernig er eggið best? Pakkað í plast með gulum unga á toppnum.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Frestunaráráttan og hvað ég er fljót að fara úr einu í annað.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Ég á erfiðast með að hafa þolinmæði fyrir þráhyggju.
Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Less is more, svo er bara að temja sér að fara eftir því.
Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar Hella systir mömmu fann 4 blaða smára á Akreyri og splæsti einni ósk á mig og son sinn. Ég óskaði að ég fengi bleikan dúkkuvagn. Svo var það mjög skírt að það mætti ekki segja frá henni þá myndi hún ekki rætast. Ég ég passaði mig á því að trúa réttum manni fyrir óskinni sem lét hana rætast.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Næsta spurning.
Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Innihaldslausar spurningar fá innihaldslaust svar. Angelina Jolie – ekki bara af því að hún er svo sæt heldur af því að hún er gift Brad Pitt.
Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Bækur sem ég les þurfa að vera svolítið spennandi til þess að hvetja mig áfram við lesturinn. En annars fannst mér Konan í dalnum og dæturnar sjö stórmerkileg bók. Anna frá Stóruborg er líka bók sem ég þarf að lesa aftur. Dalalíf kom líka skemmtilega á óvart. Annars er Náðarstund á náttborðinu núna og mig langar helst að loka mig af þangað til hún er búin.
Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Ég blóta of mikið.
Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Amma Fríða.
Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Æ, lifum bara í núinu og hættum að velta því sem er liðið fyrir okkur, annars færi ég sennilega bara aftur og bjargaði risaeðlunum frá útrýmingu, já eða Geirfuglinum.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Það yrði aldrei nein ævisaga, ég myndi alltaf fresta útgáfu.
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu… Ég færi í sól, bláan himin og H&M.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.