Suðrænn fiskréttur og rabarbaraeftirréttir
„Þessi fiskréttur er bæði einfaldur og góður enda í uppáhaldi hjá mér. Sem eftirrétt nota ég nýsprottinn rabarbara og heimatilbúið brauðrasp,“ segir Pálína Sumarrós Skarphéðinsdóttir en hún og Jens Guðmundsson á Gili í Skagafirði voru matgæðingar vikunnar í 21. tbl Feykis 2016.
Aðalréttur
Suðrænn fiskréttur með hrísgrjónum og ananas
2 bollar hrísgrjón (4 skammtar)
600 g ýsuflök
100 g hveiti
salt og pipar
matarolía til steikingar
200 g sveppir úr dós og safi
½ dós ananasbitar
4 msk majones
4 msk sýrður rjómi
3 tsk karrí
2 dl ananassafi
rifinn ostur
Aðferð:
Sjóðið hrísgrjónin. Skerið ýsuna í bita. Blandið saman hveiti, salti og pipar og veltið fiskinum upp úr því. Léttsteikið fiskinn í matarolíu. Smyrjið eldfast mót með smjöri, setjið hrísgrjónin í botninn og raðið fiskinum ofan á. Setjið ananasinn og sveppina ásamt safa ofan á fiskinn. Kryddið majonesið og sýrða rjómann með karrí og blandið ananassafa varlega út í. Hellið sósunni yfir réttinn. Bakað í 175°C heitum ofni í 20-30 mínútur. Gott að bera fram með hrásalati og brauði.
Meðlæti:
Kotasælubollur
100 g smjörlíki
150 g þurrger
15 dl volg mjólk
300 g kotasæla
3 tsk salt
6½ msk hörfræ
2 kg hveiti
egg til að pensla
EFTIRRÉTTUR 1
Rabarbarakaka í skál
Það er tilvalið að nota rabarbarann á meðan hann er ungur og ekki orðin súr.
1 kg rabarbari
200 g sykur
1 tsk vanillusykur
Soðið saman í mauk.
4 dl rifið brauð
60 g sykur
40 g smjör
1 tsk kanill
Aðferð:
Brúnið brauðmylsnuna á pönnu ásamt sykri og smjöri. Hellið í skál og kælið. Leggið brauðið og maukið til skiptis í skál. Brauðið undir og ofan á. Berið fram með rjóma.
EFTIRRÉTTUR 2
Rabarbaraterta með kaffinu
1 kg rabarbari
200 g sykur
½ tsk kanill
1 tsk vanillusykur
Deig:
200 g hveiti
50 g smjör
85 g sykur
2 eggjarauður
2-3 msk vatn
Möndludeig:
100 g smjör
100 g möndlur
150 g flórsykur
100 g hveiti
Aðferð:
Sjóðið rabarbarann í sykri, kanil og vanillusykri við vægan hita uns vökvinn gufar upp. Hrærið mjúku smjöri saman við og bætið í sykri, eggjarauðu, hveiti og vatni. Hnoðið mjúkt. Bíðið í 30 mín. Búið til botn og bakið í 15 mín. og kælið.
Síið rabarbarann á sigti og jafnið yfir botninn kaldann. Grófsaxið möndlur, hrærið möndlur og smjör mjúkt saman ásamt hveiti og flórsykri. Jafnið möndludeiginu yfir rabarbarann. Bakað í 15-20 mín. í viðbót.
Tertan er borin fram heit með þeyttum rjóma.
Verði ykkur að góðu!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.