Salat, þriggja korna brauð og eftirréttur með hindberjasósu

Matgæðingurinn Ásta Sveinsdóttir. Mynd úr einkasafni.
Matgæðingurinn Ásta Sveinsdóttir. Mynd úr einkasafni.

Ásta Sveinsdóttir á Fosshóli í Húnaþingi vestra var matgæðingur vikunnar í 17. tbl. Feykis 2016. Hún bauð upp á rækju-, avókadó- og mangósalat, fjögurra korna brauð sem má baka hvort sem er í brauðvél eða á hefðbundinn hátt og eftirrétt með hindberjasósu. 

Rækju, avókadó og mangó salat fyrir 3-4

(Uppskrift upprunalega fengin úr bókinni Café Sigrún eftir Sigrúnu Þorsteinsdóttir.)

250 g rækjur
200 ml hrein jógúrt
2-3 msk sætt sinnep
1 msk límonusafi
2 msk hunang (eða 4 dropar stevía)
1-2 avókadó
1 mangó
ristaðar brauðsneiðar

Aðferð:
1. Fyrir sósuna: Blandið saman jógúrt, sætu sinnepi, límónusafa, og hunangi.
2. Skerið avókadóið og mangóið í teninga.
3. Setjið rækjur, avókadó, og mangó í skál og veltið varlega.
4. Berið salatið fram með sósunni og ristuðu brauði.
 

4 korna brauð í brauðvél (eða á hefðbundinn hátt)

3 dl volgt vatn
2 tsk salt
1 msk olía
1 msk hunang
1 dl sólblómafræ
1 dl sesamfræ
1 dl möluð hörfræ
1 dl graskersfræ
1/2 dl kókoshveiti
3 dl Kornax hveiti (í bláu pokunum)
3 dl gróft spelti
1 msk þurrger

Aðferð:
1. Setjið vatn, salt, olíu, og hunang í hnoðunarskálina.
2. Bætið korninu og hveitinu út í. Þurrgerið síðast.
3. Stillið á hnoðunarkerfið og hnoðið deigið.
4. Takið úr vélinni, hnoðið, setjið á plötu með smjörpappír, og látið hefast í 30 mínútur.
5. Bakað við 180° næst neðst í ofninum í 40 mínútur (eða bara látið vélina klára þetta).
6. Gott að vefja brauðið inn í rakt viskustykki eftir að það er komið úr ofninum.
 

Eftirréttur með hindberjasósu

100 ml hindiberjasósa
300 ml hrein jógúrt
2 msk hlynsíróp
4 msk múslí eða granóla

Aðferð:
1. Jógúrt og hlynsíróp hrært saman.
2. Setjið hindberjasósuna í botninn á glasinu.
3. Hrærið jógúrt og hlynsíróp saman, og setjið yfir hindberjasósuna.
4. Múslí stráð yfir. 

Hindberjasósan

(Uppskrift upprunalega fengin úr bókinni Café Sigrún eftir Sigrúnu Þorsteinsdóttir.)

100 g forsin hindiber
1 msk hreint hlynsíróp
1 dropi stevía eða 1 tsk hlynsíróp
1/2 tsk vanilludropar
¼ tsk sítrónusafi

Aðferð:
Setjið allt hráefnið í lítinn pott og hitið við vægan hita í 7 – 8 mínútur. Berin kramin. Sósan geymist í krukku í kæli í nokkrar vikur. Æðisleg ofan á ís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir