Matur úr ýmsum heimshornum í bland við þetta hefðbundna íslenska
„Við höfum nú nokkuð oft verið á ferðalagi hingað og þangað um heiminn tengt okkar vinnu. Á þessu flakki kynnist maður margvíslegri matargerð sem gaman er að blanda saman við okkar hefðbundnu, íslensku matargerð. Við ætlum að bjóða ykkur uppá hörpuskel með japönsku ívafi í forrétt, lambakjöt í aðalrétt og franska súkkulaðiköku á eftir,“ sögðu þau Gunnsteinn Björnsson og Sigríður Káradóttir, sem buðu lesendum Feykis upp á spennandi uppskriftir í 42. tbl. Feykis árið 2016.
FORRÉTTUR
Hörpuskel á japanska vísu (fyrir fjóra)
8 hörpuskeljar
1 msk sojasósa
2 msk Rice Vinegar
2 msk hvítvín
smjör til steikingar
salt
Aðferð:
Soja, vinegar, hvítvíni og salti blandað saman, hörpuskelin steikt á pönnu upp úr smjörinu og sósum hellt yfir, velt upp úr vökvanum í örskamma stund. Heildarsteikingartími um 2-3 mínútur.
AÐALRÉTTUR
Marineraðar lambasneiðar (fyrir fjóra)
800 g lambasneiðar
Marinering:
3 msk grísk jógúrt
½ tsk chillimauk
½ tsk hvítlauksmauk
¼ tsk engifermauk
2 tsk hunang (Hulduland)
1 msk ólífuolía
salt og pipar
Aðferð:
Öllu blandað saman og kjötið látið liggja í marineringunni í u.þ.b. 30 mínútur. Sett í eldfast mót og látið malla við u.þ.b. 200 gráður í 35 – 45 mínútur.
Köld sósa með lambinu:
4 msk grísk jógúrt
safi úr ½ sítrónu
1½ tsk hunang (Hulduland)
steinselja
salt
EFTIRRÉTTUR
Frönsk súkkulaðikaka (fyrir fjóra)
3 egg
225 g suðusúkkulaði
75 gr smjör
¾ dl hveiti
Aðferð:
Stífþeytið eggin, bræðið súkkulaði og smjör saman, kælið smá og blandið svo varlega við eggjahræruna. Hveitinu blandað varlega saman við í lokin. Bakast við 200 gráður í 15 mínútur, á að vera svo til fljótandi inni í. Borðað með fullt af rjóma.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.