Kjúklingaréttur í uppáhaldi og kókosmuffins
„Þessi kjúklingaréttur er í miklu uppáhaldi á þessu heimili, það er hægt að nota svínakjöt eða lambakjöt í staðinn fyrir kjúkling,“ sögðu matgæðingarnir Marie Ann Hauksdóttir og Magnús Pétursson á Haugi í Miðfirði sem sáu um matgæðingaþátt 22. tbl. ársins 2016. Þau buðu einnig upp á uppskrift af gómsætum kókosmuffins.
Aðalréttur
Kjúklingur í soyasósu
kjúklingur
2 lárviðarlauf
4 msk soyasósa
2 msk eplaedik
4 hvítlauksrif
1-2 bollar vatn
1 msk sykur
1 rauðlaukur
engiferrót (má sleppa)
rauð paprika
pipar
Aðferð:
Þessi uppskrift miðast við einn bakka af vængjum. Allt sett í pott nema rauðlaukur og paprika eru sett í alveg í restina. Þetta er eldað í u.þ.b. 40 mínútur á vægum hita. Borið fram með hrísgrjónum.
Eftirréttur
Kókosmuffins
400 g kókosmjöl
½ bolli smjör
½ bolli púðursykur
3 egg
400 g condensed milk (sæt mjólk). Fæst held ég eingöngu í asísku búðunum í Reykjavík.
Aðferð:
Setjið smjör í skál og hrærið vel. Bætið við púðursykri og hrærið vel. Egg og condensed milk bætt úti og blandað vel saman. Kókosmjöl sett út í og hrært vel. Setjið eina matskeið í hvert form (best er að nota muffinsform). Hitið ofninn í 190°C og bakið í u.þ.b. 20-30 mínútur.
Verði ykkur að góðu!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.