Humarpizza með hunangssinnepssósu og súkkulaðikaka með kaffinu

Matgæðingarnir Ingibjörg Margrét og Sigurbjörn.
Matgæðingarnir Ingibjörg Margrét og Sigurbjörn.

Ingibjörg Margrét Valgeirsdóttir og Sigurbjörn Skarphéðinsson sáu um matarþáttinn í 18. tbl. Feykis 2016. Þau buðu upp á girnilega humarpizzu með hunangssinnepssósu og Royal brúntertu með kaffinu.

Humarpizza með hunangssinnepssósu

Hvítlauksleginn humar:

300 g skelflettur humar
5-6 hvítlauksgeirar
1 dl matarolía
Hvítlaukurinn pressaður út í olíuna og humarinn hreinsaður og látinn liggja í olíunni í um 30 mínútur. 

Pizzubotn:
Hægt er að nota hvaða pizzubotn sem er, hér er ein uppskrift sem hægt er að nota til að gera tvo botna:

375 g hveiti
½ tsk salt
1 pk. þurrger (7g)
2 msk matarolía
2½ dl volgt vatn

Aðferð:
Hitið ofninn í 220° C.
Setjið hveiti, salt og þurrger í hrærivélaskál. Notið deigkrókinn og bætið olíunni við og síðan vatninu smátt og smátt. Hnoðið. Setjið meira vatn í deigið ef það er þurrt eða þar til það er orðið rakt. Breiðið yfir skálina og látið deigið lyfta sér. Hnoðið vel og bætið smá hveiti við ef deigið er klístrað. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið út í þunna botna. Setjið á tvær olíusmurðar bökunarplötur.

Fylling á pizzu:

humar (sjá ofangreint)
200 g pizzaostur

Setjið pizzaost beint á botninn og dreifið svo humrinum jafnt yfir ostinn. Gott er að láta smá af hvítlauknum og olíunni á pizzuna.
Bakið í ofni í 10 til 15 mínútur þar til pizzan er gullbrún.

Meðlæti:

Sósa (sjá hér fyrir neðan)
flögusalt t.d. Maldon
klettasalat.
Þegar pizzan er tilbúin er hún skorin í sneiðar og borin fram. Hver og einn tekur sína sneið og setur á hana sósu, stráir salti yfir og að lokum klettasalati, allt eftir smekk.

Sósa:
1 dl matarolía
3 msk hunang
2 msk Dijon sinnep
salt og pipar 
Öllu blandað saman og hrært vel saman með skeið (tekur smá tíma að fá hunangið og olíuna til að blandast saman). Salt og pipar bætt út í eftir smekk.

Royal brúnterta – með kaffinu

225 g hveiti
310 g sykur
125 g smjör
125 g mjólk
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1 tsk sódaduft
1 tsk vanilludropar
3 msk kakó
2 egg

Aðferð:
Bræðið smjörið, öllu blandað saman og hrært í 3 mínútur í hrærivél. Skiptið deiginu í tvö 24 cm hringlaga form og bakið í ca. 20 mínútur við 175° C.

Karamellukrem ofan á botn:
5 msk sykur
100 g smjör
1 dl rjómi
hálfur bolli rúsínur

Aðferð:
Sykur brúnaður á pönnu þar til hann verður fallega brúnn og svo er hinu hrært út í eftir röð. Rúsínum bætt í undir lokin.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir