Grafin ýsa, sætkartöflukjúlli og ísterta
Það eru þau Elín Árdís Björnsdóttir og Unnar Bjarki Egilsson á Sauðárkróki sem gáfu lesendum uppskriftir í 47. tbl. ársins 2016. Í forrétt var grafin ýsa og í aðalrétt sætkartöflukjúlli með feta og furuhnetum. „Einnig nota ég mikið sömu uppskrift en skipti út kjúklingnum fyrir þorsk eða þorskhnakka, það kemur líka vel út,“ sagði Elín Árdís. Í eftirrétt buðu þau svo upp á glænýja uppskrift af ístertu með salthnetumarengsbotni sem birtist í Nóa Síríus kökubæklingnum þetta ár.
Forréttur
Grafin ýsa
2-3 flök ýsa
1 gul paprika
1 rauð paprika
1½ laukur
1½ flaska sítrónusafi
3 msk sykur
½ msk salt
Sósa
2 msk púðursykur
1 msk sætt sinnep
1 msk dijon sinnep
7 msk majónes
3-4 msk sýrður rjómi
2 tsk dill
¼ tsk pipar
Aðferð:
Ýsan er þunnsneidd og lögð í safann ásamt hráefninu. Laukurinn og paprikan smátt söxuð. Látið hvoru tveggja standa í a.m.k 4 klst.
Borið fram ofan á ristuðu brauði.
Aðalréttur
Sætkartöflu-kjúlli með feta og furuhnetum
1 stór sæt kartafla
1 poki spínat
4-5 kjúklingabringur
1 krukka fetaostur
1 rauðlaukur, skorinn fínt
Slatti af kokteiltómötum skornir í tvennt
Furuhnetur á toppinn
Balsamik gljái
Aðferð:
Sæta kartaflan skorin í skífur, krydduð með salti og pipar og pensluð með olíunni af fetaostinum. Sett í ofn í ca. 15-20 mínútur á 180°. Skerið kjúklinginn, kryddið eftir smekk og steikið stutt á pönnu. Næst eru kartöflurnar teknar út, spíntaið sett ofan á og svo kjúklingurinn. Tómatarnir, rauðlaukurinn, fetaosturinn og olían sett yfir og aftur inn í ofn og eldað í 30.mínútur. Ristaðar furuhnetur og balsamik gljái á toppinn áður en rétturinn er borinn fram. Himneskt með hrísgrjónum og smábrauði.
Eftirréttur
Ísterta með salthnetumarengsbotni (Nóa Síríus kökubæklingur 2016)
Marengsbotn
3 eggjahvítur
2 dl sykur
50 g salthnetuð saxaðar
Aðferð:
Stífþeytið eggjahvítur og sykur saman. Salthnetunum blandað varlega saman við. Bakað í eina klst við 130°. Látið botninn kólna í ofninum.
Karmellukrem
3 eggjarauður
1 dl sykur
150 g Síríus rjómasúkkulaði með karmellu og sjávarsalti
4 dl þeyttur rjómi
Aðferð:
Þeytið eggjarauður og sykur vel saman eða þar til létt og ljóst. Saxið súkkulaðið og blandið við. Rjóminn þeyttur og blandað við að lokum. Kremið sett á botninn, kakan skreytt og sett í frysti í a.m.k. 4 klst.
Skraut
15 stk Góu-kúlur, bræddar í rjóma
50 g Síríus rjómasúkkulaði með karmellu og sjávarsalti saxað og notað til að skreyta toppinn!
Njótið vel!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.