Fljótleg og góð súpa og ís á eftir

Matgæðingarnir Eggert og Birgitta. Mynd úr einkasafni.
Matgæðingarnir Eggert og Birgitta. Mynd úr einkasafni.

Eggert Þór Birgisson og Birgitta Pálsdóttir á Sauðárkróki sem voru matgæðingar vikunnar í 25. tbl. Feykis árið 2013 buðu upp á fljótlega súpu og ís á eftir.

„Uppskriftin er af súpu sem Birgitta fékk hjá góðum vinnufélaga. Súpan er fljótleg og góð. Eftirmaturinn er ís með heitri sósu. Við skorum á Ásdísi Árnadóttur og Arnþór Gústafsson að koma með næstu uppskrift."

Aðalréttur
Kjúklingasúpa

1 púrrulaukur
3 paprikur, gular og rauðar
1 hvítlaukur
1 msk karrý
3-4 msk olía

Þetta er saxað og sett í pott og steikt. 

1 askja rjómaostur
1 flaska Heinz chilisósa
3-4 kjúklinga- og grænmetisteningar
1½ l vatn
1 peli matvinnslurjómi
salt og pipar
3-4 kjúklingabringur, skornar niður í bita og steiktar á pönnu.

Aðferð:
Þetta er allt sett í pottinn eitt af öðru nema kjúklingurinn, suðan látin koma upp og soðið í 5 mínútur. Kjúklingurinn settur síðastur út í og fulleldaður ef hann hefur ekki verið steiktur í gegn.

Nachos, rifinn ostur og sýrður rjómi er hafður með súpunni þannig að hver og einn geti sett út í súpuna.

Eftirréttur
Snickers íssósa

½ - 1dl rjómi
100 g suðusúkkulaði
4 Snickers

Allt hitað saman í potti. Magnið af rjómanum fer eftir smekk. Sósan er mjög góð t.d með vanilluís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir