Viðamikil skemmtidagskrá á Landsmóti í sumar

Viðamikil skemmtidagskrá verður á Landsmóti hestamanna á Hólum í sumar.
Viðamikil skemmtidagskrá verður á Landsmóti hestamanna á Hólum í sumar.

Það verða ekki bara landsins bestu hestar sem munu skemmta gestum Landsmóts hestamanna á Hólum næsta sumar. Tónlist og söngur mun skipa stórt hlutverk eins og viðeigandi er í Skagafirði og sérstök áhersla verður á skemmtilega dagskrá fyrir börn og ungmenni.

Eins og áður hefur komið fram verður Magni Ásgeirsson skemmtanastjóri mótsins, en auk hans munu stíga á stokk þau Matti Matt, Sverrir Bergmann og Ágústa Eva, auk þess sem Hreimur og félagar í Made in sveitin munu trylla lýðinn. Skagafjörður á að sjálfsögðu sína fulltrúa í skemmtidagskránni, Karlakórinn Heimir kemur fram, harmonikkusnillingurinn Jón Þorsteinn spilar, Sigvaldi og hljómsveit kvöldsins skemmta og auðvitað verður Hljómsveit Geirmundar á sínum stað.

Glæsileg aðstaða verður fyrir þá sem vilja fylgjast með Evrópumótinu í fótbolta á svæðinu, Leikhópurinn Lotta mun skemmta á laugardeginum og fleiri skemmtiatriði verða kynnt þegar nær dregur móti. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir