Vel mætt á aðventutónleika í Ásbyrgi
Hópur Vestur-Húnvetninga sem staðið hafa að tónleikahaldi fyrir jólin undanfarin ár hélt jólatónleika í Ásbyrgi síðastliðinn fimmtudag. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, keppandi í Voice Ísland og ein af söngkonunum á tónleikunum segir að vel hafi tekist til og mæting verið góð að venju.
Á tónleikunum lék hljómsveit skipuð þeim Skúla Einarssyni, Elinborgu Sigurgeirsdóttur, Guðmundi Hólmari Jónssyni og Sigurvald Helgasyni. Með þeim sungu þau Hulda Signý og Aldís Jóhannesdætur, Valdimar Gunnlaugsson, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Kristinn Þór Víglundsson, Guðrún Steinbjörnsdóttir og Hrafnhildur Jóhannsdóttir. Fluttu þau fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá sem byggð var upp á vali söngvaranna sjálfra. Þá flutti Sonja Líndal Þórisdóttir eitt lag á þverflautu í upphafi tónleikanna.
Kynnir kvöldsins var Karl Birgir Örvarsson en Þórey Edda Elíasdóttir flutti hugvekju. Í hléi voru veitingar sem kvenfélagið Iðja töfraði fram.
Fleiri myndir frá tónleikunum er að finna á Norðanátt.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.