Vann til verðlauna í smásagnasamkeppni FEKÍ

Þórdís vann til verðlauna í smásagnasamkeppni Félags enskukennara. Mynd: hunavallaskoli.is
Þórdís vann til verðlauna í smásagnasamkeppni Félags enskukennara. Mynd: hunavallaskoli.is

Þórdís Einarsdóttir, nemandi í 9. bekk Húnavallaskóla, hlaut önnur verðlaun í sínum aldursflokki í smásögukeppni Félags enskukennara á Íslandi. Keppnin er haldin í tengslum við Evrópska tungumáladaginn. Er þetta í annað sinn sem Þórdís vinnur til verðlauna í þessari keppni.

Árið 2014, þegar Þórdís var í 7. bekk, hlaut hún einnig önnur verðlaun í sínum aldursflokki. Sagt er frá þessu á vef Húnavallaskóla. Þar kemur fram að nemendur í 6. - 10. bekk í grunnskólum geta tekið þátt, sem og nemendur í framhaldsskólum.

Verðlaun voru afhent í Gerðubergi föstudaginn 4. mars af sendiherra Kanada og stjórn FEKÍ. Sögurnar í keppninni verða birtar á heimasíðu FEKÍ innan tíðar.

Þá má geta þess að árið 2013 hlaut Magnea Rut Gunnarsdóttir, þá nemandi í 8. bekk Húnavallaskóla, fyrstu verðlaun í sínum aldursflokki í keppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir