Útgáfuhóf í dag vegna útkomu Á Króknum 1971
Líkt og Feykir sagði frá í síðustu viku hefur Ágúst Guðmundsson, sögugrúskari, skrifað og gefið út bók er nefnist Á Króknum 1971 í tilefni af 150 ára afmæli byggðar á Sauðárkróki. Bókin er þegar farin í sölu og hefur margur maðurinn þegar krækt sér í eintak – jafnvel eintök – af bókinni.
Útgáfuhóf verður haldið á KK restaurant, Aðalgötu 16 (gengið inn að sunnan), kl. 16 í dag og er áhugasömum boðið upp á kaffi og kleinur. Bókin verður kynnt og lesnir valdir kaflar.
Í bókinni er fjallað um mannlíf á Króknum 1971 þegar bærinn átti 100 ára afmæli. Sérstakur kafli er um allar búðirnar sem voru þá opnar. Einnig er m.a. fjallað um afmælishátíðina, landsmót UMFÍ sem fór fram þetta viðburðaríka ár, fyrirtækin í bænum, sæluvikuna og margt fl. Fjölmargar myndir eru í bókinni frá þessum tíma.
Bókin verður boðin til sölu á kr. 5.000. Athugið að ekki verður posi á staðnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.