Tveir af fjórum sem keppa til úrslita eru Skagfirðingar

Skagfirðingarnir Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson eru meðal fjögurra keppenda sem mætast í úrslitum The Voice Ísland á Skjá einum annað kvöld.
Skagfirðingarnir Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson eru meðal fjögurra keppenda sem mætast í úrslitum The Voice Ísland á Skjá einum annað kvöld.

Skagfirðingarnir Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson og eru komnir í úrslit keppninnar The Voice Ísland sem fram hefur farið á Skjá einum í vetur. Það má því segja að Skagfirðingar eigi helming þeirra fjögurra keppenda sem keppa til úrslita annað kvöld.

Víst er að margir munu sitja spenntir við skjáinn á slaginu átta, en hver keppandi flytur eitt lag í fyrri umferð og tveir verða kosnir áfram, sem syngja síðan annað lag og eftir það kýs þjóðin sigurvegara keppninnar. Feykir heyrði í þeim köppunum á milli æfinga í vikunni og spurði þá út í tónlistarferilinn, þátttökuna í keppninni og framtíðarplönin. Viðtalið birtist í 46. tölublaði Feykis, sem kom út í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir