Skagfirskir þátttakendur í Local food

Það var nóg að gera á skagfirska básnum á Local food á Akureyri um síðustu helgi.
Það var nóg að gera á skagfirska básnum á Local food á Akureyri um síðustu helgi.

Matarkistan Skagafjörður og Rúnalist í Skagafirði voru meðal aðila sem tóku þátt í matarhátíðinni Local Food á Akureyri á laugardaginn var. Hátíðin, sem haldin verður annað hvert ár, er einn stærsti viðburður sinnar tegundar á landinu.

Tilgangur hátíðarinnar er að vekja athygli á Norðurlandi og þeirri miklu matvælaframleiðslu sem þar fer fram, fjölbreyttu úrvali veitingastaða, matarmenningu og annarri framleiðslu sem tengist matvælum.

Í tengslum við hátíðina heimsótti hópur Breta, sem tengjast staðbundinni matvælaframleiðslu, Skagafjörð og heimsótti meðal annars Hótel Varmahlíð og Hóla. Nánar verður greint frá þeirri heimsókn í Feyki á næstunni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir