Skagfirðingar mæta Fljótsdalshéraði

Berglind Þorsteinsdóttir, Guðrún Rögnvaldardóttir og Indriði Þór Einarsson skipa Útsvarslið Skagafjarðar. Mynd: ruv.is.
Berglind Þorsteinsdóttir, Guðrún Rögnvaldardóttir og Indriði Þór Einarsson skipa Útsvarslið Skagafjarðar. Mynd: ruv.is.

Skagfirðingar mæta Fljótsdalshéraði í annarri umferð spurningarkeppninnar Útsvars sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV í kvöld. Í fyrstu umferð sigruðu Skagfirðingar lið Ísafjarðar.

Liðið er skipað þeim Berglindi Þorsteinsdóttur, ritstjóra Feykis, Indriða Þór Einarssyni, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs hjá Svf. Skagafirði og Guðrúnu Rögnvaldardóttur, framkvæmdastjóra staðlaráðs Íslands. 

Eins og fram hefur komið í Feyki og á Feyki.is keppa einnig tveir Skagfirðingar til úrslita í The Voice Ísland á Skjá einum. Það er því um að gera að nota tæknina og horfa á annan þáttinn á svokölluðu "tímaflakki" eða nota RÚV+, þar sem þá ber að hluta til upp á sama tíma!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir