Sérstök aukasýning á Sveitapiltsins draumur (eða bara martröð)

Leikfélag Hofsóss og Sönglög í Sæluviku frumsýndu Sveitapiltsins draumur (eða bara martröð? síðastliðna páska fyrir troðfullu húsi, undirtektir voru frábærar og komust færri að en vildu. Ljósm./Bærinn undir Nöfunum.
Leikfélag Hofsóss og Sönglög í Sæluviku frumsýndu Sveitapiltsins draumur (eða bara martröð? síðastliðna páska fyrir troðfullu húsi, undirtektir voru frábærar og komust færri að en vildu. Ljósm./Bærinn undir Nöfunum.

Sérstök aukasýning á leik- og skemmtiverkinu „Sveitapiltsins draumur (eða bara martröð?)“ verður í kvöld, laugardaginn 31. október, í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi. Leikfélag Hofsóss og Sönglög í Sæluviku frumsýndu verkið síðastliðna páska fyrir troðfullu húsi og voru undirtektir frábærar og komust færri að en vildu.

Sveitapilturinn fjallar í stórum dráttum um sex ólíka einstaklinga, ástir þeirra og örlög. „Einhver hjálp og kannski einhverjar hindranir verða á vegi þessara einstaklinga því erkiengillinn Gabríel og hans mesti óvinur Lúsífer spila einnig stórt hlutverk. En þetta kemur betur í ljós á sýningunni sjálfri. Hver veit nema þetta hafi gerst hér í firðinum!“ sögðu forsvarsmenn sýningarinnar í samtali við Feyki á dögunum.

Sýningin hefst kl. 21:00. Miðapantanir eru í síma 893-0220 (hjá Gunnu).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir