Séra Solveig Lára vígslubiskup kveður Hóla í haustbyrjun
Kirkjuþing kemur nú saman og fundar í húsakynnum biskupsstofu. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, kvaddi sér hljóðs í morgun og tilkynnti hún kirkjuþinginu að hún léti af störfum sem vígslubiskup 1. september næstkomandi.
Minntist hún í ávarpinu þeirra tímamóta að á þessu ári væru fjörutíu ár frá því að hún vígðist til prests en hún hefur þjónað bæði í sveit og borg. Undanfarin ár hefur hún sinnt störfum vígslubiskups á Hólum í Hjaltadal. Lagði hún áherslu á það í máli sínu að vígslubiskupsstörfin yrðu með óbreyttu sniði og frekar efld heldur en hitt.
Taldi hún það yrðu hrapallelg mistök ef vígslubiskupsstörfin yrðu gerð að hlutastarfi.Lesa má ávarp sr. Solveigar Láru hér >
Heimild: Heimasíða Þjóðkirkjunnar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.