Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
26.10.2015
kl. 16.21
Loks er komið að því að opna Safnahús Skagfirðinga eftir gagngerar endurbætur. Húsið verður til sýnis föstudaginn 30. október milli kl 16 og 18 og verður lyftan tekin formlega í notkun.
Útlán á bókasafninu hefjast mánudaginn 2. nóvember en safnið verður opið virka daga frá 11-18 og skjalasafnið frá 9-12 og 13-16. „Við bjóðum alla velkomna að koma og skoða húsið eftir allar þær endurbætur sem á því hafa verið gerðar,“ segir í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.