Menningarkvöld NFNV á föstudaginn

Daníel Þórarinsson sigraði í dragið eftirminnilega árið 2013. Ljósm./Einar Friðfinnur Símonarson.
Daníel Þórarinsson sigraði í dragið eftirminnilega árið 2013. Ljósm./Einar Friðfinnur Símonarson.

Hið árlega Menningarkvöld NFNV verður haldið föstudaginn 9. október í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Kynnir kvöldsins er Jóhannes Haukur, á dagskrá kvöldsins er body paint, dragshow, BMX bros og tónlistar atriði.

Húsið opnar kl. 19:00, dagskráin byrjar 19:30. Framhaldsskólinn á Laugum og Framhaldsskólinn á Húsavík verða gestir á Menningarkvöldinu.

Á síðu viðburðarins á Facebook kemur fram að eftir Menningarkvöldið verður ball í sal skólans með Basic House Effect. Ballið er aðeins fyrir gesta skóla okkar og nemendur FNV en allir mega taka með sér plús einn sem er ekki í skólanum. Ballið byrjar kl. 00:00 og er aðeins opið til kl. 01:30. Ballinu lýkur kl 03:30.

Vakin er athygli á því að 14 ára aldurstakmark er á Menningarkvöldið og 16 ára á ballið. Meðferð áfengis bönnuð innan veggja skólans. Miðaverð er:

  • Menningarkvöld/Ball fyrir NFNV=2.500,-
  • Menningarkvöld/Ball fyrir aðra=3.000,-
  • Menningarkvöld+Ball fyrir NFNV=4.500,-
  • Menningarkvöld+Ball aðrir=5.000,-

snapNemo FNV á Snapchat

Hægt er að fylgjast með undirbúning Menningarkvöldsins á samskiptamiðlinum Snapchat, undir heitinu: „nemofnv“.

„Á hverjum degi fram að Menningarkvöldi mun einhver úr Nemó sjá um snappið okkar "nemofnv" til að peppa þetta aðeins í gang, sýna á bakvið tjöldin ofl. Hver veit nema að við gefum einhverjum heppnum miða. Endilega addið okkur og fylgist með því sem er framundan,“ segir á síðunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir