Lipur og hressileg þjónusta og gómsætt í gogginn
Það eru ekki nýjar fréttir að ferðaþjónustan er nú einn mikilvægasti þátturinn í íslensku efnahagslífi. Fjölgun ferðamanna kallar á fjölbreyttari afþreyingu og fjölbreytni hvað varðar gistingu og veitingar. Síðustu árin hafa sprottið upp veitingastaðir víðs vegar um land og það er gleðilegt að Norðurland vestra er enginn eftirbátur í þeirri lensku. Blaðamaður Feykis kíkti óvænt í heimsókn á Harbour restaurant & bar á Skagaströnd nú um helgina.
Sagt var frá því í Feyki í sumar að veitingastaðurinn var opnaður þann 17. júní sl. en eigendur staðarins eru systkinin Stefán Sveinsson og Birna Sveinsdóttir ásamt mökum sínum, þeim Hafdísi Hrund Ásgeirsdóttur og Slavko Velemir. Matseðillinn er fjölbreyttur; smáréttir, fiskur, lambakjöt, salat, pizzur og hamborgarar að ógleymdum gómsætum eftirréttum.
Þjónustan var framúrskarandi, lipur og hressileg, og allt tipp-topp. Harbour er í gömlu iðnaðarhúsi við höfnina sem er skemmtilega uppgert og eina sem setja má út á er að það mætti merkja betur hvar Harbour restaurant & bar er til húsa á Skagaströnd. Enda ætti enginn að láta þessa veislu framhjá sér fara.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem blaðamaður Feykis tók í bland við myndir af Facebook-síðu staðarins >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.