Innsetningar í náttúrunni
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
02.11.2015
kl. 09.00
Á sunnudaginn var opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Gafst gestum og gangandi tækifæri til að skoða málverk, teikningar, keramik, vídeó- og hljóðlist þeirra listamanna sem dvelja á Skagaströnd um þessar mundir.
Einnig var við þetta tækifæri fagnað útgáfu bókarinnar Jardarteiken eftir sænska listamanninn Karl Chilcott sem dvaldi við Nes árið 2013. Bókin er myndræn heimild um innsetningar í íslenskri náttúru, en það var dóttir Karls sem ljósmyndaði innsetningar hans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.