Húnaþing vestra auglýsir eftir tilnefningum

Steinakarlar. MYND AF HUNATHING.IS
Steinakarlar. MYND AF HUNATHING.IS

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra auglýsir í dag eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins um þá aðila sem þeir telja eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín eða störf í þágu samfélags okkar. Í frétt á heimasíðu sveitarfélagsins segir að allir komi til greina, jafnt einstaklingar, fyrirtæki sem og félagasamtök, sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum góð fyrirmynd.

Tilnefningar skal senda fjölskyldusviði sveitarfélagsins með rökstuðningi en fólki er frjálst að senda inn nafnlausar tilnefningar. Það er síðan fjölskyldusvið í samstarfi við félagsmálaráð sem tekur ákvörðun um hverjum skal veita viðurkenningar

Tilkynningar skulu berast til Jennýjar Þ. Magnúsdóttur á netfangið jenny@hunathing.is en einnig er hægt að senda bréf í Ráðhúsið merkt: Samfélagsviðurkenning. Það þarf að gerast fyrir mánudaginn 20. september nk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir