Höfðaskóli fær góða bókagjöf
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
26.10.2015
kl. 14.12
Lárus Guðmundsson kom færandi hendi í Höfðaskóla í síðustu viku þegar hann gaf bókasafni skólans veglega bókagjöf. „Við kunnum Lárusi bestu þakkir fyrir vitandi að bækur þessar eiga eftir að nýtast nemendum og kennurum vel á komandi árum,“ segir á heimasíðu skólans.
Bækurnar eru Leiklist á Skagaströnd 1895-2015, Sjómannadagurinn á Skagaströnd í 70 ár, Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd 80 ára, Kvenfélagið Eining Skagaströnd, Ágrip af sögu Spákonufells- og Hólaneskirkna 1300-2012 og Sjósókn á Skagaströnd & vélbátaskrá 1908-2010.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.