Gulla á gamansömum nótum

Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir.
Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir.

Skemmtilegir pistlar sem birtust í tveimur síðustu tölublöðum Feykis hafa vakið verðskuldaða athygli. Sú sem heldur um pennann í umræddum skrifum er þjóðfræðingurinn Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir, sem um þessar mundir starfar hjá Kjötafurðastöð KS. Guðlaug er heimasæta úr Reykhólasveit og er skráð sem slík á ja.is.

Í pistlaskrifum sínum skoðar Gulla Skagafjörð og vinnustaðinn sinn út frá sjónarhorni þjóðfræðingsins. Fyrstu tveir pistlarnir birtust í 8. og 9. tölublaði Feykis og sá þriðji mun birtast í 11. tölublaði, sem kemur út í næstu viku og verður jafnframt síðasta blað fyrir páska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir