Guðmundur biskup góði og brunnar hans

Hólar í Hjaltadal. Mynd: ÓAB
Hólar í Hjaltadal. Mynd: ÓAB

Guðmundur Árni Hjartarson jarðfræðingur flytur erindi í Auðunarstofu kl. 17:00 á Gvendardegi, miðvikudaginn 16. mars, sem hann nefnir: Guðmundur biskup góði og brunnar hans.

Vakin er athygli á því að Gvendardagur er á miðvikudegi en ekki þriðjudegi eins og þriðjudagserindin. Kaffiveitingar verða á undan erindinu og er aðgangur ókeypis. Í tilkynningu frá Guðbrandsstofnun eru allir boðnir hjartanlega velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir