Brúðuverkið Engi sýnt á Hvammstanga

Úr brúðuverkinu Engi sem sýnt verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Mynd/www.oldsaw.co.uk/
Úr brúðuverkinu Engi sem sýnt verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Mynd/www.oldsaw.co.uk/

Engi er frumsamið brúðuverk fyrir börn 3+, skapað af Gretu Clough. Það verður sýnt þann 1. maí í Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 14 og kl. 18.  Sýningin er 45 mínútur að lengd, ekkert hlé er sýningunni og ekkert er talað. „Grasið man. Það man þig. Það man mig. Og þan man eftir dýrunum sem áttu heima á enginu.“  

Engi eftir Gretu Clough„Tíminn breytir öllu. Í mannlausri framtíð er það bara grasið sem man hvernig hlutirnir voru. Komdu að hitta dýrin og skordýrin sem bjuggu á enginu og sjáðu sögur þeirra vakna til lífsins. Brúðuleikhúsið Handbendi endurvekur brúðuleiksýningu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Sagan er sögð með frumlegum, handgerðum leikbrúðum og sérsaminni tónlist eftir tónskáldið og söngvarann Paul Mosley sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda í Bretlandi fyrir plötur sínar,“ segir um leikverkið í fréttatilkynningu. 

Sýningin var frumflutt í London síðasta sumar, og sýnd bæði innandyra og utan, og mun að sýningu á Hvammstanga lokinni halda í leikferðalag um England. 

Leikverkið hefur fengið mikið lof gagnrýnenda:

„Unaðslegt verk, draumi líkast.“ (Curious Mum)

„Fyrir börn eru varla til betri sýningar.“ (Reviews Gate)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir