„Geri núorðið bara það sem mér þykir skemmtilegt“
Ólafur B. Óskarsson er fæddur í Víðidalstungu í Víðidal vorið 1943, hefur búið þar alla tíð síðan og tók þar við búskap af foreldrum sínum fyrir 44 árum. Hann er kvæntur Brynhildi Gísladóttur og eiga þau þrjár dætur, Ragnheiði, Hallfríði Ósk og Sigríði.
Auk bústarfanna hefur Óli í Tungu, eins og hann er oftast kallaður, komið víða við í félagsmálum og var til að mynda oddviti fyrrum Þorkelshólshrepps og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins um árabil. Áhugamálin tengjast flest náttúrunni, og hugurinn hefur aldrei stefnt frá heimahögunum.
Gamli bærinn í Víðidalstungu, þar sem Óli er fæddur, stóð nokkru sunnar en núverandi íbúðarhús. „Hann brann svo sumarið 1946. Þá var þetta hús drifið upp. Það stóð eftir hluti af gamla bænum, þar var eldhúsið og hægt að vera yfir daginn en við sváfum í kirkjunni í nokkra mánuði, þangað til hægt var að flytja inn í kjallarann á þessu húsi,“ rifjar hann, m.a. upp í opnuviðtali í nýjasta tölublaði Feykis, sem kom út í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.