Fullkomið brúðkaup á fjalirnar

Leikhópurinn sem tók þátt í Sæluvikustykkinu í fyrra, Barið í brestina. Mynd: KSE
Leikhópurinn sem tók þátt í Sæluvikustykkinu í fyrra, Barið í brestina. Mynd: KSE

Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Sauðárkróks á Sæluvikustykki ársins. Er það farsinn Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon sem varð fyrir valinu. Undirbúningsfundur vegna uppsetningarinnar, sem haldinn var fyrir rúmri viku, var vel sóttur.

Að sögn Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur eru æfingar þegar hafnar og verður frumsýning 24. apríl, en hefð er fyrir því að leikfélagið frumsýni á sunnudegi í Sæluviku. Sigurlaug segir áhugann mikinn og vel hafi gengið að manna þau hlutverk sem eru í sýningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir