Ellert Heiðar í Voice Ísland í kvöld

Sauðkrækingurinn Ellert Heiðar tekur þátt í þættinum Voice Ísland sem sýndur er á Skjá einum í opinni dagskrá í kvöld.
Sauðkrækingurinn Ellert Heiðar tekur þátt í þættinum Voice Ísland sem sýndur er á Skjá einum í opinni dagskrá í kvöld.

Sauðkrækingurinn Ellert Heiðar Jóhannsson tekur þátt í keppninni Voice Ísland og kemur fram í fjórða þætti sem sýndur verður á Skjá einum í opinni dagskrá í kvöld.

Ellert er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, en býr nú í Grindavík þar sem hann starfar við sjómennsku. Ellert lék með hljómsveitinni Von til ársins 2010 og tók fyrir nokkrum árum þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem hann flutti lag sitt Ég kem með, texti eftir Mikael Tamar Elíasson

Í samtali við grindavik.net segist Ellert hafa ákveðið að taka þátt í keppninni til þess eins að reyna að hafa gaman og koma sér á framfæri. Ef hann kemst áfram þá hefur hann mestan áhuga á liði Helga Björns. Fyrirmynd Ellerts í tónlistarheiminum er Freddy Mercury, og mun hann flytja lagið I want to brake free með Queen í kvöld.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda, en dómarar eru Helgi Björns, Svala Björgvins, Unnsteinn Manuel og Salka Sól sem keppast við að fá söngvara í sitt lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir