Einar Mikael kemur á Krókinn

Einar Mikael verður með töfrasýningu á Króknum.
Einar Mikael verður með töfrasýningu á Króknum.

Einar Mikael töframaður ætlar að vera með sýningu á Mælifelli í næstu viku. Sagðist hann hlakka mikið til að koma og gleðja fjölskyldur á Króknum. Hann segir sýninguna vera troðfulla af flottum sjónhverfingum og nýjum atriðum sem hafa aldrei sést áður á Íslandi. 

„Mörg atriðin eru ný og þetta er það besta sem ég hef gert á ferlinum. Það er mikið búið verið að spyrja mig hvenær ég kæmi aftur norður mig hlakkar rosalega til að koma og leyfa öllum að upplifa ógleymanlega skemmtun,“ sagði hann.

Einar Mikael sagðist jafnframt vera fara leggja töfrasprotann á hilluna. Er þetta þá virkilega síðustu töfrasýningarnar á Íslandi?

„Já, ætla að setja töfrasprotann á hilluna í smá hvíld næstu sjö árin. Síðustu sjö ár hafa verið eftirminnilegustu ár ævi minnar hef fengið að kynnast íslandi og fólkinu í landinu á allt annan hátt. Ég er rosalega þakklátur fyrir alla þá sem hafa sýnt mér áhuga,“ sagði Einar Mikael í samtali við Feyki. 

Sýningin verður miðvikudagur 4. maí í Mælifelli og hefst kl: 19:30. Miðar verða seldir við hurð 2.000 kr.

Hérna er myndbrot:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir