Byrgja sig upp af slátri fyrir veturinn
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
20.10.2015
kl. 17.33
Undanfarin ár hafa nemendur Grunnskólans austan Vatna á Hólum ásamt eldri deild leikskólans tekið slátur.Það sama var upp á teningnum í ár og var það gert 7. október sl. Allir nemendur tóku þátt og voru virkir í að hræra saman hráefnið og setja í keppina, eins og sagt er frá á heimasíðu skólans.
Í ár var nýstárlegum aðferðum beitt en notuð var bjúgnavél til að setja ofan í keppina og gekk það hratt og vel fyrir sig. Búin var til lifrapylsa og blóðmör sem Sísi matráðskona á staðnum mun elda ofan í nemendur og starfsfólk í vetur.
Fleiri myndir frá sláturgerðinni á Hólum er að finna hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.