Benjamín Kristinsson nýr safnvörður að Reykjum

Benjamín Kristinsson hefur verið ráðinn til Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna sem safnvörður. Mynd/úr einkasafni.
Benjamín Kristinsson hefur verið ráðinn til Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna sem safnvörður. Mynd/úr einkasafni.

Benjamín Kristinsson hefur verið ráðinn safnvörður á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði. Starfið var auglýst laust til umsóknar í janúarmánuði og rann umsóknarfresturinn út 15. febrúar sl. 

Í tilkynningu segir að Benjamín sé frá Dröngum á Ströndum. Hann er með meistararéttindi í húsasmíði en auk þess er hann grjót- og torfhleðslumaður og má finna verk eftir hann víða um landið. Hann hefur víðtæka þekkingu á sjó- og strandminjum og starfsháttum fyrri tíma.

Benjamín hefur mikla þekkingu á safnkosti safnsins og hefur m.a. áður sinnt endurgerð hákarlaskipsins Ófeigs, sem er í eigu Þjóðminjasafns Íslands en varðveitt er á Byggðasafninu á Reykjum.

Nánari upplýsingar um störf Benjamíns og ljósmyndir af verkum eftir hann má sjá hér.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir