Aukasýningar á Kardemommubænum
Undanfarnar vikur hefur Leikfélag Sauðárkróks sýnt Kardemommubæinn fyrir fullu húsi og var því ákveðið að bæta fimm sýningum við. Leikritið er eftir Thorbjörn Egner. Hulda Valtýsson þýddi verkið og Kristján frá Djúkalæk söngtextana. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Sýningar eru sem hér segir:
9. sýning laugardaginn 31. okt. kl. 14 (aukasýning)
10. sýning laugardaginn 31. okt. kl. 17 (aukasýning)
11. sýning sunnudaginn 1. nóv. kl. 14 (aukasýning)
12. sýning sunnudaginn 1. nóv. kl. 17 (aukasýning)
13. sýning þriðjudag 3. nóv. kl. 18 (aukasýning – allra síðasta sýning)
Miðasala er í síma 849 9434 og einnig í Bifröst 30 mínútum fyrir sýningar.
Heimsíða félagsins: http://skagafjordur.net/ls/
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.