Áhugaverðir fyrirlestrar um ferðamál og kirkjuna í kvikmyndum

Frá Hólum í Hjaltadal.
Frá Hólum í Hjaltadal.

Það hefur verið mikið um að vera Hólum í Hjaltadal þessa dagana en auk fagnaðar í tilefni af Alþjóðlega ferðamáladeginum, eins og greint hefur verið frá á Feyki.is, er boðið upp á áhugaverða fyrirlestra sem eru öllum opnir, ýmist á vegum Ferðamáladeildar Hólaskóla eða Guðbrandsstofnunar.

Í dag hélt Susanna Heldt Cassel, gestafyrirlesari ferðamáladeildar frá Dalarna Universitet í Svíþjóð, áhugaverðan fyrirlestur sem nefnist: „Farm tourism and community development“, sem gæti íslenskast sem „Landbúnaðartengd ferðaþjónusta og samfélagsþróun“. Í fyrirlestrinum velti Susanna meðal annars velta fyrir sér kynhlutverkum í landbúnaðartengdri ferðaþjónustu.

Á morgun heldur Dr. Tobias Heldt, prófessor við Dalarna Universitet, í Svíþjóð opinn fyrirlestur á vegum Ferðamáladeildar sem nefnist: „Tourism economic impact of events – case study on a horse racing venue in Sweden​“ eða „Efnahagsleg áhrif viðburða í ferðamennsku – rannsókn á kappreiðaviðburði í Svíþjóð“. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröðinni, Vísindi og grautur, og fer fram í stofu 205 kl. 13:00 í Hólaskóla.  Allir eru velkomnir.

Klukkan 17:00 á morgun heldur Sr. Árni Svanur Daníelsson fyrirlestur á vegum Guðbrandsstofnunar, sem nefnist: „Fjórir prestar og ein jarðarför: Kirkjan í kvikmyndum“ en þar veltir Sr. Árni Svanur upp spurningunni: Hvers konar prestar mæta okkur á hvíta tjaldinu?

Sem fyrr segir er fyrirlesturinn öllum opinn og fer fram í Auðunarstofu á Hólum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir