Afmælis- og jólatónleikar í boði FISK Seafood

FISK Seafood býður til afmælistónleika 20. desember. Mynd: KSE.
FISK Seafood býður til afmælistónleika 20. desember. Mynd: KSE.

Þann 23. desember n.k. eru liðin 60 frá stofnun Fiskiðju Sauðárkróks, sem nú heitir FISK Seafood. Af því tilefni hefur fyrirtækið ákveðið að bjóða til glæsilegra afmælis- og jólatónleika í Miðgarði í Skagafirði. Á tónleikunum koma m.a. fram Þór Breiðfjörð og Valgerður Guðnadóttir, Karlakórinn Heimir og fleira söngfólk úr Skagafirði. Tónlistarstjórar verða þeir Stefán Gíslason og Einar Þorvaldsson og umsjón með tónleikunum hefur Áskell Heiðar Ásgeirsson.

Tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 20.desember 2015 og hefjast fyrri tónleikarnir kl. 17.00 og þeir síðari kl. 20.00. Aðgangur að tónleikunum verður ókeypis, en gestir þurfa að nálgast miða sem í boði verða í Skagfirðingabúð og í öðrum dagvöruverslunum KS frá og með mánudeginum 14. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir