Yfir 60 lömb fædd á Minni-Ökrum
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
10.04.2012
kl. 11.56
Við sögðum frá því í síðasta Feyki að það hefur verið líflegt á bænum Minni-Ökrum í Blönduhlíð undanfarið en á mánudagsmorgun 2. apríl voru alls 58 lifandi lömb komin í heiminn. Nokkur hafa bæst í hópinn í viðbót því fjöldinn er orðinn 63 lifandi lömb.
Að sögn Vagns Stefánssonar bónda var ekki um planaðan atburð að ræða og mun alvarlegri en von var á en alls hafa 32 ær og 1 gemlingur borið þessum 63 lömbum. Vagn segist hafa tekið hrútana frá ánum þremur dögum seinna en venjulega í haust en það hefur greinilega verið líflegt í hópnum. Þrátt fyrir þessar snemmbæru kindur hefur gengið vel að koma lömbunum í heiminn enda vorið löngu komið að sögn Vagns.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.