Yfir 100 aðkomuhross í Staðarrétt

gongur09 (28)

Á laugardaginn s.l. var smalað í Vesturfjöllum og réttað í Staðarrétt í Skagafirði í blíðskaparveðri. Óvenju margt aðkomuhrossa hafði smalast úr afréttinni og stefndi í langan dag að finna út úr því hverjir eigendur væru.

 

Tekið var á það ráð að hringja í bændur á Röðli í A-Hún þegar grunur kviknaði að mörg hrossana væru þaðan og reyndist það rétt og flýtti það mjög réttarstörfin þegar þeir mættu á staðinn og drógu sín hross. Alls komu rétt rúmlega hundrað hross úr Húnavatnssýslunni í Staðarrétt sem þykir mikið. Stóð Húnvetniganna var svo rekið yfir sýslumörkin í gær.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir, bæði úr Molduxaskarði þar sem Friðrik Stefánsson bóndi í Glæsibæ var að skipta göngum í 43. sinn en þangað mætti Björn Hansen frá Sjávarborg og tók myndir og sendi Feyki. Einnig eru myndir úr Staðarrétt sem fóru fram seinna um daginn.

Friðrik Stefánsson fjallkóngur Staðhreppinga

Hrossum brynnt við Molduxatjörn. Mynd: Björn Hansen

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir