Yfir 100 aðkomuhross í Staðarrétt
Á laugardaginn s.l. var smalað í Vesturfjöllum og réttað í Staðarrétt í Skagafirði í blíðskaparveðri. Óvenju margt aðkomuhrossa hafði smalast úr afréttinni og stefndi í langan dag að finna út úr því hverjir eigendur væru.
Tekið var á það ráð að hringja í bændur á Röðli í A-Hún þegar grunur kviknaði að mörg hrossana væru þaðan og reyndist það rétt og flýtti það mjög réttarstörfin þegar þeir mættu á staðinn og drógu sín hross. Alls komu rétt rúmlega hundrað hross úr Húnavatnssýslunni í Staðarrétt sem þykir mikið. Stóð Húnvetniganna var svo rekið yfir sýslumörkin í gær.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir, bæði úr Molduxaskarði þar sem Friðrik Stefánsson bóndi í Glæsibæ var að skipta göngum í 43. sinn en þangað mætti Björn Hansen frá Sjávarborg og tók myndir og sendi Feyki. Einnig eru myndir úr Staðarrétt sem fóru fram seinna um daginn.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.