Vortónleikar tónlistarskólans

Vortónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar fóru fram í gær og voru haldnir á þremur stöðum, Hólum, Hofsósi og Sauðárkróki.  Auk þess voru þrennir tónleikar í Varmahlið á miðvikudag og tvennir tónleikar höfðu áður farið fram á Sauðárkróki.

Tónlistarskólinn hefur aðsetur á Sauðárkróki og er með útibú á Hofsósi og í Varmahlíð. Auk þess fer kennsla fram á Hólum og Sólgörðum. Samkvæmt vefsíðu Tónlistarskólans eru 264 nemendur við nám þar í vetur og fjórtán tónlistarkennarar við störf. Skólastjóri er Sveinn Sigurbjörnsson. Eftir vortónleikana heldur kennsla áfram næstu daga auk þess sem fjöldi nemenda tekur stigspróf.

Blaðamaður Feykis fylgdist með tónleikunum á Hólum þar sem nokkrir nemendur kom fram og léku af mikilli innlifun á hin ýmsu hljóðfæri, eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir