Vorjafndægur

Krókusar og páskaliljur kanna hvort vorið sé á næsta leiti

Í dag 20. mars er vorjafndægur og þá skipta ljós og rökkur tímanum jafnt á milli sín þann daginn. Á morgun verður tíminn lengri sem við njótum birtunnar og rík ástæða til að brosa.

 

 

 

Jafndægur á vori ber upp á dagana 19.-21. mars, oftast þann 20. en hlaupárin eru helsti orsakavaldur að því að dagsetningin breytist en annað hefur áhrif líka samkvæmt Almanaki HÍ.  Síðast bar vorjafndægur upp á 19. mars árið 1796. Næst mun það gerast árið 2044 og síðast bar vorjafndægur upp á 21. mars árið 2007. Næst mun það gerast árið 2102.

Ljósmyndari Feykis.is tók nokkrar myndir í vorblíðunni á Króknum í dag og fyllti lungu sín af vori.

Suðurgarðurinn verður ekki öllu lengri

 

Vorskipið mætt með áburðinn til skagfirskra og húnvetnska bændur

 

Bátarnir bíða eftir því að ná í fisk í soðið

 

Tæp 3000 tonn af áburði fara á hafnargarðinn í þessari lotu

 

Nú skal lyftarinn glansa!

  

Nú skal rauðmaginn sóttur!

 

Starrinn raðar sér upp við veisluborðið

 

Ég hef heyrt að Krummi sé hættur í Mínus

 

Á Aðalgötunni

 

Staldraðu við í gamla bænum!

 

Aðalgatan séð til norðurs

 

Hér skal laga vegg!

  

Byggðin er sumstaðar þétt við Aðalgötuna á Króknum

 

Leikborg hús Leikfélagsins má muna sinn fífil fegurri

Kaffi Krókur

 

  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir